Notkun

Reglur um notkun merkisins

Öllum þeim sem eru aðilar að Hlutverk er heimilt að nota merkið á vörur, “þjónustu” eða kynningarefni sem frá þeim fer, en tilskilið er að um sé að ræða vinnu sem fatlaðir koma að.

Merkið má nota eitt sér eða með vörumerki og öðrum merkingum viðkomandi staðar.

Gætt skal heiðarleika við hvers konar notkun merkisins.

Merkið má nota í lit, hvítt eða svart.