Hönnun

Hönnun merkisins

Í samstarfi við Listaháskóla Íslands, nemendur í grafískri hönnun og Gísla B. var haldin samkeppni um besta merkið meðal nemenda. Fjölmargar tillögur bárust og var merki eftir Daða Hall, sem nú er merki Hlutverks,  valið eitt af þremur bestu merkjunum ásamt  tillögum Sólar Hrafnsdóttur og  Sigurðar Orra Þórhannessonar. Við hönnunina hafði Daði í huga “kraft sem felst í samstarfi og samhjálp ólíkra hópa, víðsýni og uppsprettu”.

Daði fullvann merkið í samstarfi við Auglýsingastofu  Skaparans og  Hlutverk.

Daði Hall

Daði Hall er fæddur í Reykjavík árið 1979. Hann hefur lokið margmiðlunarfræði og stundaði nú nám í Grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands.

Í tengslum við námið hefur Daði unnið að nokkrum vekefnum bæði einn og í samstarfi við aðra. Má þar nefna myndband fyrir hljómsveitina Ghost digital, myndirnar My Life as an Ant, Elliheimilið Hrund, Mhonetra og Nightmare on Beatstreet og margmiðlunardiskinn Kaptein Sorpu sem gerður var fyrir Sorpu til að fræða börn um endurvinnslu.

Mikilvæg atriði við hönnun samkvæmt Gísla B.

Gott merki er einfalt tákn, laust við ofhleðslu í formi og lit, í góðu jafnvægi og þarf að standast allar kröfur um notkun. Ef því eru ætlaðir langir lífdagar skal það hugsað sem sígilt tákn, helst laust við tískufyrirbrigði dagsins. Það á að byggja á fræðilegum forsendum og hafa beina skírskotun í þann bakgrunn sem það stendur fyrir. Merkið á að skera sig úr, vera auðkennanlegt í samfélagi merkja samkeppnisaðila

Grafísk hönnun við Listaháskóla Íslands

Nemendur í Grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands stunda nám í framsetningu á upplýsingum á myndrænan hátt fyrir fjölmiðlagreinar. Grafísk hönnun er hönnunarsvið sem byggir á ævafornum grunni ritlistar og prenthefðar, sem hefur sprungið út á 20. öld í mjög fjölbreytt svið framsetningar á efni á frjóan og skipulegan hátt.