Merkið

Merkið stendur fyrir það mikilvæga hlutverk sem sinnt er og það starf sem fram fer á þeim vinnu- og hæfingarstöðum sem eru aðilar að Hlutverk, en það starf hefur stuðlað að:

Auðugra lífi ótal einstaklinga

Auknu fjárhagslegu sjálfstæði þeirra

Nýjum tækifærum

Sjálfstrausti

Vellíðan

Almennu heilbrigði

Fjárhagslegum og félagslegum ávinningi samfélagsins.

Samkeppni

Haldin var samkeppni um merki í Listaháskóla Íslands og gerðu nemendur í grafískri hönnun tillögur undir leiðsögn Gísla B. Björnssonar. Merkið sem varð fyrir valinu var eitt af þremur bestu merkjunum að áliti þeirra sem þátt tóku í mati á því hver væru bestu merkin.

Merkið er hannað af Daða Hall