Örtækni

Hátún 10c, 105 Reykjavík

552 6800

ortaekni@ortaekni.is

Heimasíða: www.ortaekni.is

Örtækni er fyrirtæki þar sem saman vinna fatlaðir og ófatlaðir einstaklingar við störf í iðnaðar- og þjónustustarfsemi ásamt innflutningi á skyldum vörum. Fyrirtækið er í eigu Öryrkjabandalags Íslands og rekið á ábyrgð þess. Markmið með rekstrinum er að veita fólki með fötlun tímabundna vinnu í formi starfsþjálfunar og/eða vinnu til frambúðar.

Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði 36 fatlaðir starfsmenn í 18 stöðugildum og 8 ófatlaðir í 7 stöðugildum.

Fyrirtækið er sjálfstætt starfandi félag, skipað sérstakri stjórn og framkvæmdastjóra. Stjórn Örtækni skipa: Grétar Pétur Geirsson stjórnarformaður, Magnús Pálsson og Guðrún Hannesdóttir stjórnarmenn. Framkvæmdastjóri: Þorsteinn Jóhannsson.

Rekstur Örtækni nær til tveggja rekstrareininga sem eru Tæknivinnustofa og Ræsting sem starfar á tveimur stöðum.

 

Ágrip af sögunni
Örtækni var stofnað árið 1976

Í upphafi var Örtækni í samvinnu við Háskóla Íslands í þróun og framleiðslu á vogum fyrir fiskiskip. Seinna var fyrirtækið Marel stofnað í kringum þessa framleiðslu.

Gjaldmælar voru hannaðir og framleiddir í Örtækni í mörg ár. Gjaldmælarnir voru einnig settir í leigubíla og sendiferðabíla hjá Örtækni. Einnig voru þeir stilltir og löggiltir reglulega.

Örtækni var í samvinnu við Landssíma Íslands í mörg ár og sá um allar viðgerðir og hreinsanir á símum fyrir stofnunina auk annarra verka.

Upp úr 1990 hóf Örtækni framleiðslu á tölvuköplum og öðrum tengiköplum. Örtækni hefur síðan þróast út í sérhæfingu í framleiðslu, sölu og þjónustu á öllu sem heitir kaplar og tengibúnaður fyrir tölvur. Síðan þá hefur verið mikill uppgangur í kringum tölvukapla og tengihluti af ýmsu tagi. Hefur Örtækni unnið sér sess sem eina verslunin á landinu sem sérhæfir sig í tölvuköplum og tengibúnaði fyrir tölvur.

Framleiðsla og sala
Kaplar eru okkar fag, bæði tölvukaplar sem og aðrir kaplar. Sérsmíðaðir og innfluttir kaplar. Við sérsmíðum alla netkapla í 13 litum, bæði Cat-5e og Cat-6. Öll kaplaframleiðsla er samkvæmt hæstu stöðlum og setjum við matnað okkar í að skila góðri vöru til viðskiptavina okkar. Verðin eru með því betra sem gerist á markaðinum.

Við seljum einnig skiptibox, skjáskipta, höbba, svissa, USB tengihluti, millitengi ýmiss konar og margt fleira sem tengist tölvum.

Annar hluti starfseminnar er framleiðsla á prentrásarkortum: Ásetning íhluta bæði handvirkt og með áröðunarvél, véllóðning, prófun og frágangur. Við höfum skapað okkur nokkra sérstöðu á þessu sviði, þar sem við erum eina fyrirtækið í landinu sem býður upp á þessa þjónustu.

Við seljum hugbúnað og vélbúnað fyrir fólk með skerta getu á einhverju sviði. Er þar um að ræða forrit fyrir blinda, sjónskerta og lesblinda, þroska forrit fyrir börn, sérstakar mýs og lyklaborð fyrir hreyfihamlaða og margt, margt fleira.

Markmið
Markmið Örtækni er að veita fólki með fötlun tímabundna starfsfþjálfun og/eða vinnu til frambúðar. ÞJóna fötluðum með sölu og þjónustu á hjálparbúnaði fyrir fatlaða.

Örtækni er deild innan Vinnustaða ÖBÍ sem er í eigu Öryrkjabandalags Íslands og rekið á ábyrgð þess. Hjá okkur starf að jafnaði 13-18 starfsmenn, flestir fatlaðir.

Forstöðumaður Tæknivinnustofu er Harmann Kr. Guðmundsson.