Skálatúni, 270 Mosfellsbær
530 6617
Vinnustofur Skálatúns eru hluti af dagþjónustu í Skálatúni. Þar sækja um 35 manns vinnu í viku hverri og er vinnutími breytilegur.
Pökkun:
Vinnustofur Skálatúns hafa í yfir aldarfjórðung veitt fyrirtækjum og stofnunum þjónustu á sviði umbúðapökkunar. Unnið er að fjölbreyttum pökkunarverkefnum til dæmis kortapökun, skrúfutalningu og pökkun, blaðapökkun og verðmerkingum.
Handavinna:
Í handavinnu ræður sköpunargleðin ríkjum. Unnið er að fjölbreyttum skapandi verkefnum. Þar má helst nefna vefnað, glervinnslu, útsaum, vélsaum, korta – og skartgripagerð. Í desember byrjun er svo slegið upp glæsilegum jólamarkaði.
Skönnun:
Tökum að okkur að skanna inn myndir og skyggnur (slidesmyndir) og koma yfir á stafrænt form. Myndirnar eru afhentar á geisladiski.
Verið velkomin
Opnunartími er frá 8:00 – 15:30 alla virka daga. Hægt er að nálgast vörur okkar og þjónustu á þeim tíma. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin.
Hafa samband: vinnustofa@skalatun.is