Sólheimar ses

Sólheimar, atvinnusvið
Sólheimum, 801 Selfoss
422 6018 / 855 6019

hallbjorn.runarsson@solheimar.isatvinnusvid@solheimar.is

Heimasíða: solheimar.is

Á Sólheimum eru fjölbreytt atvinnutækifæri fyrir íbúa. Vinnustofur eru fimm og miða að listrænni sköpun og tjáningu þeirra sem þar starfa. Lögð er áhersla á handverk, notkun náttúrulegs hráefnis, endurnýtingu og endurvinnslu. Fagstjórar á vinnustofum eru listamenn.

Kertagerð:

Öll kerti kertagerðar Sólheima eru handgerð.
Kertagerðin framleiðir kerti til nota innandyra úr hreinu bývaxi og parafíni. Auk þess framleiðir kertagerðin ýmsar stærðir af útikertum úr endurunnu vaxi.

Smíðastofa:

Framleiðsla smíðastofunnar hefur alla tíð einkennst af frumleika og listfengi. Munirnir eru stórir og smáir og eru oftar en ekki eftir teikningum og hönnun starfsmanna smíðastofunnar.
Meðal muna sem eru smíðuð eru hljóðfæri, leikföng, skúlptúrar o.fl.
Náttúruleg olía eða vax er borið á alla munina frá smíðastofunni.

Vefstofa:

Framleiðsla Vefstofu er aðalega mottur og dúkar en auk þess er unnin þar margvíslegur annar handvefnaður.
Uppistaðan í vörum vefstofunnar eru náttúrulega efni s.s. ull, bómull og hör en einnig eru endurnýttir efnisafgangar, „ónýt” föt, sængurfatnaður og fleira sem berst frá fyrirtækjum og einstaklingum.
Vefstofunni berst mikið magn efnisafganga og „ónýtra“ fata, sængurfatnaðar og fleira til endurvinnslu jafnt frá fyrirtækjum sem einstaklingum.

Leirgerð:

Framleiðsla leirgerðar er mjög fjölbreytt, framleiddir eru skrautmunir og nytjahlutir. Teikningar eftir íbúa Sólheima,eru notaðar í gerð skúlptúra af ýmsum stærðum og gerðum.

Listasmiðja:

Meðal verka sem eru unnin í listasmiðju eru pappamassaskálar úr afgangspappír, frjáls myndsköpun á pappír og striga unnið með s.s. vatns-og akrýllitum, litakrít, kol eða pastel.

Útfært er eftir áhugasviði hvers og eins, þæfð ullar myndverk og munir, frjáls útsaumaðferð þar sem hver einstaklingur finnur sinn stíl í útsaumstækni og útfærslu.  Framleidd eru jóla- og tækifæriskort með ljósmyndum af myndverkum frá Sólheimum.

Frjáls listsköpun og innrömmun myndverka með endurvinnslu og fullnýtingu hráefnis eru höfð að leiðarljósi.

Auk þess eru atvinnutækifæri m.a. í útivinnu, verslun, kaffihúsi, mötuneyti, gistiheimili og gróðurhúsi.

Hafa samband:
Hallbjörn V. Rúnarsson forstöðuþroskaþjálfi  atvinnusviðs s: 422 6018 / 855 6019 netfang: hallbjorn.runarsson@solheimar.is