Skógarlundur, miðstöð virkni og hæfingar

Skógarlundur 1, 600 Akureyri
462 1755 / 462 1754

haefingarstod@akureyri.is

Heimasíða: Facebook

Hæfingarstöððin er fyrir fulloðið fatlað fólk og fötluð ungmenni, sbr. 26. gr. laga um málefni fatlaðra er hefur þann tilgang að draga úr áhrifum fötlunar og auka færni hins fatlaða til þátttöku i daglegu lífi.

Hlutverk:
Hæfingarstöðin veitir því fólki, (létta vinnu, þjálfun/hæfingu, umönnun og afþreyingu) sem fötlunar sinnar vegna þarf sérhæfða og einstaklingsmiðaða þjónustu.

Markhópur:
Fatlað fólk sem ekki hefur getu til að starfa á vinnumarkaði.

Markmið hæfingarstöðvarinnar eru m.a. eftirfarandi:
Að efla alhliða þroska og sjálfstæði einstaklingsins
Að viðhalda og auka þá færni sem einstaklingur hefur náð
Að einstaklingur útskrifist í starfsþjálfun
Að einstaklingur upplifi vellíðan og öryggi
Að efla frumkvæði einstaklings

Starfsemi:
Starfsemi hæfingarstöðvarinnar fer fram á fjórum deildum. Deild fjölfatlaðra, deild eldri borgara/afþreyingardeild, deild ungmenna og deild skapandi starfs.

Deild skapandi starf skiptist í fjögur svæði. Á þessum deildum er unnið með leir og gler, tré, pappír og textíl. Auk þess er unnið með vinnuverkefni ýmiskonar. Markmiðið með skapandi starfi er m.a. að auka skööunarkraft, virkja ímyndunaraflið, þjálfa fín og grófhreyfingar, efla fegurðarskyn og sköpunargleði, skapa söluhæfa hluti svo e-ð sé nefnt.

Á DEB/afþreyingardeild er unnið eftir hugmyndum um starf með fullorðnu fólki sem farið er að tapa starfsgetu og mikilvægi afþreyingar í lifi fólks.

Á deild fjölfatlaðra fer fyrst og fremst fram skyn og hreyfiþjálfun. Þar fer einnig fram félagsjálfun og afþreying.

Ungmennadeild
sem staðsett er í Birkilundi 10 þjónar ungu fólki sem enn er í framhaldsskóla eða hefur nýverið lokið námi í framhaldsskóla. Á deildinni er unnið eftir TEACCH kerfinu um skipulögð vinnubrögð. Aðaláhersla er á félagshæfingu og vinnuhæfingu en einnig er áhersla á hreyfingu og líkamsrækt. Hefur hún m.a. verið í formi göngu og sundferða.

Hafa samband: Margrét I. Ríkarðsdóttir, þroskaþjálfi M.Ed, haefingarstod@akureyri.is , sími: 462-1755