Skipholt 29, 105 Reykjavík
551 5166
Heimasíða: Klúbburinn Geysir
Klúbburinn Geysir starfar eftir hugmyndafræði Fountain House sem byggir á að efla hæfileika og styrk einstaklingsins. Með því að gefa hverjum og einum tækifæri til að nýta sínar sterkustu hliðar þjálfast viðkomandi til fjölbreyttrar þátttöku í samfélaginu. Í störfum innan Klúbbsins Geysis er lögð áhersla á stuðning og virðingu fyrir félögum. Í starfi Klúbbsins Geysis eru engar kvaðir lagðar á félaga umfram það sem hver og einn er tilbúinn að gangast undir. Lögð er áhersla á jákvæða athygli og horft á styrkleika, í stað þess að einblína á sjúkdóminn.
Hafa samband: kgeysir@kgeysir.is, sími: 551-5166