Hæfingarstöðin Reykjanesbæ

Keilisbraut 755, 235 Reykjanesbær
420 3250

haefingarstod@reykjanesbaer.is

Heimasíða: Facebook

Hæfingarstöðin er dagþjónusta fyrir fólk með fatlanir eldra en 16 ára og starfar samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992.  Markmið Hæfingarstöðvarinnar er að efla atvinnutengda færni þjónustunotenda auk þess að veita fötluðu fólki vettang til þess að taka virkan þátt í samfélaginu.

Lögð er áhersla á að bjóða uppá fjölbreytt starf þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi, má þar nefna skapandi verkefni af ýmsum oga auk þess sem Hæfingarstöðin tekur að sér vinnuverkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Hæfingarstöðin rekur einnig verslun í húsnæði sínu á Keilisbraut 755 þar sem ýmiss varnignur úr smiðjum Hæfingarstöðvarinnar er til sölu, má þar nefna listaverk eftir þjónustunotendur, baðsalt sem er framleitt af þjónustunotendum, hina sívinsælu chilisultu og varning úr prentsmiðju Hæfingarstöðvarinnar.

Hafa samband: haefingarstod@reykjanesbaer.is