Hvesta

Aðalstræti 18, 400 Ísafjörður
456 3290 / 456 4630
846 3230

hvesta@isafjordur.is

Heimasíða: Facebook

Hvesta hæfingarstöð á Ísafirði er vinnustaður fyrir fólk með fötlun og heyrir undir skóla og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar

Hlutverk hæfingarstöðvarinnar Hvestu er að tryggja starfsfólki með fötlun sambærilegt vinnuumhverfi á við aðra og að þeir njóti almennra lífsgæða. Jafnframt er lögð rík áhersla á einstaklings – og tómstundarmiðaða þjónustu. Hlutverk hæfingarstöðvarinnar er einnig að auka hæfni fólk með fötlun til starfa og að taka þátt í daglegu lífi.

Yfirmarkmið Hvestu eru:
Að vera öflugur vinnustaður í samfélaginu með góða ímynd.
Að auka virkni starfsmanna og viðhalda getu.

Undirmarkmið Hvestu eru:
Móta nýja þjónustu og styrkja þá sem er í boði.
Bjóða uppá ný tilboð/tækifæri innan vinnustaðarins.
Tómstundamiðuð stefna.
Að allir hafi skýr hlutverk.
Að efla myndræn boðskipti.
Að allflestir starfsmenn tengist almennum vinnumarkaði með verkefnavinnu.
Nýsköpun í verkefnum, framleiðslu og list.

Í Hvestu er boðið uppá einstaklingsmiðaða þjónustu þar sem starf hvers og eins miðast við getu viðkomandi og áhugasvið. Mótast starfsemin af þörfum viðkomandi starfsmanna hverju sinni og skiptist í eftirfarandi þætti:

Starfs – og félagsleg þjálfun til að takast á við starf á almennum vinnumarkaði eða tengingu við fyrirtæki á almennum markaði.

Undirbúningur fyrir ýmis viðfangsefni jafnt innan eigin heimilis sem utan.

Dagþjónustu / hæfing þar sem veitt er ýmiskonar þjálfun, umönnun og afþreying.

Helstu verkefni sem Hvesta hefur tekið að sér eru: talning og innpökkun á skrúfum, rífa niður álpappír fyrir hárgreiðslustofu, hnýta á bönd fyrir beitningu, brjóta saman og raða þvottapokum fyrir fyrirtæki, hnýta netasokka fyrir bláeldisskel, innpökkun á kortum fyrir ýmis hagsmunasamtök.

Jafnframt erum við með kertaframleiðslu, ullarþæfingu, saumastofu, hönnun og ýmisskonar handavinnu.

Hvesta er opin alla daga frá 8:00 – 16:00

Hafa samband: