Heimaey – vinnu og hæfingarstöð

Faxastíg 46, 900 Vestmannaeyjar
Sími: 488 2620

Facebook: https://www.facebook.com/heimaey900/

Heimaey – vinnu og hæfingarstöð varð til þegar Heimaey kertaverksmiðja og Hamar hæfingarstöð sameinuðust á haustmánuðum 2016. Í Heimaey fer fram dagþjónusta, hæfing, iðja, starfsþjálfun og vernduð vinna samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks. Hjá Heimaey starfar fjölbreyttur hópur leiðbeinanda með ólíkan og fjölbreyttan bakgrunn.

Þjónusta: Heimaey veitir dagþjónustu fyrir fólk með fötlun sem þarf sérhæfða og einstaklingsmiðaða þjónustu, létta vinnu, þjálfun, umönnun og afþreyingu.

Markmið:
Markmið Heimaeyjar er að stuðla að valdeflingu og aukinni vinnu- og félagsfærni starfsfólks.

  • Veita þeim sem ekki eiga kost á vinnu á almennum vinnumarkaði atvinnu við sitt hæfi.
  • Veita fólki með fötlun þjálfun og endurhæfingu.
  • Veita starfsþjálfun sem eykur möguleika fólks með fötlun vinnu á almennum markaði.
  • Bjóða uppá næg og fjölbreytt verkefni.
  • Líkja sem mest eftir algengum (væntanlegum) vinnuaðstæðum og kröfum á almennum vinnumarkaði.
  • Veita faglega og sveigjanlega þjónustu sem er einstaklingsmiðuð og fellur að mismunandi þörfum og óskum.
  • Að starfsemin sé í tengslum við nærsamfélagið og atvinnulífið í Vestmannaeyjum.

Starfssemi:

Heimaey – hæfing veitir þjónustu fyrir fólk sem vegna fötlunar þarf sérhæfða og einstaklingsmiðaða þjónustu. Áhersla er lögð á fjölbreytt verkefni og sveigjanlegt starfsumhverfi í takt við færni og áhuga starfsfólks. Helstu verkefni hæfingar er framleiðsla herjólfsbakka fyrir Eimskip og kertaskjóður fyrir hjálparstofnun Kirkjunnar. Talsvert er unnið við handverk og hefur verið lagður metnaður við að hanna vandaðar vörur sem seldar eru meðal annars á árlegum jólamarkaði. Auk starfstengdra verkefna og handverks leggjum við áherslu á hreyfingu, tómstundir og afþreyingu auk ýmissa verkefna sem efla færni einstaklinga í sjálfstæðri búsetu.

Heimaey – miðjan er úrræði fyrir nemendur á framhaldsskólastigi. Markmiðið er að veita þeim fjölbreyttan undirbúning sem styrkir þá sem virka þátttakendur í samfélaginu, fyrir vinnumarkaðinn og sjálfsstæða búsetu. Þjónustunotendur eru fimm og er einn leiðbeinandi sem starfar í miðjunni.

Heimaey – Vinnusalur Markhópur Heimaeyjar er fólk með 75% örorku/fötlun á aldrinum (16) 18 – 67 ára. Hugmyndafræðin sem unnið er eftir gengur einkum út á að veita fólki ákveðna stoðþjónustu bæði félags- og verklega, allt eftir þörfum hvers og eins, með aukinn möguleika þeirra á vinnumarkaði að markmiði. Lögð er áhersla á réttu vinnubrögð, góðar starfsvenjur, mætingar, efla starfsþrek og félagsleg samskipti. Í vinnusal eru meðal annars framleidd hágæðakerti sem seld eru á landsvísu.

Heimaey – Endurvinnsla er móttökuaðili fyrir hönd endurvinnslunnar á einnota umbúðum. Starfsfólk í vinnusal ásamt úr miðjunni sjá um móttöku og afgreiðslu í endurvinnslunni.

Hafa samband:
Tölvupóstur: heimaey@vestmannaeyjar.is
Forstöðumaður: lisa@vestmannaeyjar.is
Yfirþroskaþjálfi: eva@vestmannaeyjar.is
Fyrir kertapantanir og endurvinnslu: heimaey@vestmannaeyjar.is