Aldan endurhæfing – Fjöliðjan Borgarnesi

Borgarnes
433 7414
aldan@borgabyggd.is

Heimasíða:

Facebook:

Aldan Vinnustofa er verndaður vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsgetu. Í Öldunni starfa 7 einstaklingar á aldursbilinu 20-67 ára.
Verkefni Öldunnar eru fjölbreytt. Við saumum fjölnota poka bæði fyrir almenning til kaups og einnig sem lánspoka. Lánspokarnir eru gerðir fyrir Eglu og farið er með þá í Hyrnutorg í Borgarnesi, þar sem fólk getur fengið poka að láni og svo skilar það pokanum við næstu komu. Þetta er gert til að minnka plastpokanotkun. Við gerum einnig kerti með vaxi sem okkur er gefið og einnig getur fólk komið með vax til okkar og fengið sín eigin kerti úr því.
Önnur verkefni sem við sinnum eru til dæmis skart og prjónamerki sem við gerum sjálf. Við notum eggjabakka til að búa til seríur, flokkum perlur fyrir Kraft og klippum niður tuskur fyrir verkstæði.
Í samstarfi við Borgarbyggð erum við partur af þróunarverkefni sem felur í sér að útbúa start-pakka fyrir nýbakaða foreldra. Með okkar framlagi leggjum við fram ælu- stykki, þvottastykki og fjölnota-poka. Við sníðum og saumum allt sjálf og pökkum svo start-pakkanum í heild í pokann frá okkur.

Hafa samband :
S: 4337414
aldan@borgabyggd.is