Blindravinnustofan ehf

Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík
Sími: 525-0025

bvs@blind.is

Heimasíða:  Blindravinnustofan

Blindravinnustofan er vinnu- og starfsþjálfunarstaður blindra og sjónskertra einstaklinga, í eigu Blindravinafélagsins.  Blindravinnustofan var stofnuð af blindu fólki árið 1941 og er kjörorð hennar Stuðningur til sjálfstæðis.

Helstu markmið Blindravinnustofunnar eru að:
Bjóða viðskiptavinum sínum góðar vörur
Vera vinnustaður þar sem blint og sjónskert fólk getur sótt vinnu tímabundið eða til framtíðar
Hæfa og endurhæfa blint og sjónskert fólk til ýmissa starfa

Blindravinnustofan meðhöndlar og selur fjölbreytt úrval hreinlætisvara og áhalda í allar helstu dagvöruverslanir landsins, og er stærsti einstaki heildsöluaðilinn á þeim markaði.  Blindravinnustofan annast einnig flokkun, merkingu og pökkun á ýmsum hlutum fyrir einstaklinga og fyrirtæki.  Að auki er Blindravinnustofan alltaf opin fyrir því að takast á við ný verkefni sem falla að hæfni og getu starfsmanna.

Hafa samband:  Blindravinnustofan, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík.  Sími: 5250025. Netfang:bvs@blind.is