Ásgarður handverkstæði

Álafossvegur 22 – 270 Mosfellsbær
567 1734
698-1319 Heimir

asgardur@asgardur.is

HeimasíðaÁsgarður

Ásgarður handverkstæði var stofnaður 1993 og hefur starfsleyfi frá Félagsmálaráðuneytinu sem verndaður vinnustaður. Þar starfa nú 30 þroskahamlaðir einstaklingar ásamt 7 aðstoðarmönnum. Verkstæðið framleiðir aðalega leikföng úr tré, en einnig er unnið með ull, skeljar, bein, steina og leður. Frá upphafi hafa starfsmenn þess lagt áherslu á að hanna og þróa einföld, sterk og skemmtileg leikföng sem eiga sér samsvörun í íslenskum þjóðháttum. Hvort sem um er að ræða sjávarútveg, landbúnað, þjóðsögur eða ævintýri. Ásgarður er vinnustður sem hefur metnað til að þróa og þroska manneskjulegan þátt vinnunnar. Í því felst m.a. að framleiðslan er lögðu að getu hvers og eins, ekki að starfsmennirnir lagist að afrmaleiðslunni, að ná valdi á hugmyndum og vinna með eigin hugmyndir, að taka þátt í sköpunarferlinu frá hönnun að endanlegri útkomu. Þetta veitir sjálfstraust, skerpir viljann og eykur þolinmæðina. Ásgarður er með fallega verslun í húsnæði Tindarstóls þar sem öll framleiðslan er til sölu og búðin er opin frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 10 – 12 og frá kl: 13 – 15. Alltaf er heitt á könnunni í Ásgarði og við tökum alltaf vel á móti öllum sem koma til að skoða og spjalla eða versla.

Hafa samband: asgardur@asgardur.is