Atvinna með stuðningi Akureyri

Vinnumálastofnun Norðurlandi eystra
Skipagata 14
600 Akureyri
S: 515 4800

hulda.steingrimsdottir@vmst.is

Heimasíða:

Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar býður fötluðu fólki upp á dagþjónustu og aðstoð vegna atvinnu. Áhersla er lögð á að koma til móts við þarfir einstaklinga eins og þær eru á hverjum tíma.

Þjónusta atvinnu með stuðningi (AMS) felur í sér víðtækan stuðning við þá sem hafa skerta vinnugetu vegna andlegrar og/eða líkamlegrar fötlunar. Stuðningurinn felst í aðstoð við að finna starf við hæfi á almennum vinnumarkaði, þjálfun á vinnustað ásamt eftirfylgd.

Umsóknir: Sótt er um dagþjónustu og aðstoð vegna atvinnu í viðtali á skrifstofu Fjölskyldudeildar á sérstöku eyðublaði sem þar fæst. Að loknu viðtali á Fjölskyldudeild og heimsókn á þjónustustað, þegar það á við, er umsóknin afgreidd í Atvinnuteymi , sem er starfshópur um atvinnumál og dagþjónustu.

Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaup fatlaðra
Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaup fatlaðra samkv. 27. gr. laga um málefni fatlaðra eru ætlaðir fötluðum einstaklingum á aldrinum 18-66 ára.

Umsóknir um styrki vegna náms eru afgreiddar á fundum Atvinnuteymis sem eru að jafnaði einu sinni í mánuði. Styrkir vegna verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra eru afgreiddir í lok nóvember ár hvert.

Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar fást á Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar.

Hafa samband: Upplýsingar veita Hulda Steingrímsdóttir, náms- og starfsráðgjafi  s: 515 4800